Fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar til Úlfanna?

Julen Lopetegui stýrir Sevilla.
Julen Lopetegui stýrir Sevilla. AFP/Cristina Quicler

Spánverjinn Julen Lopetegui er efstur á óskalista forráðamanna enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves.

Félagið rak Portúgalann Bruno Lage frá störfum á dögunum eftir 15 mánaða samstarf, en liðið er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir átta leiki.

Lopetegui hefur stýrt spænska landsliðinu og Real Madrid en hann er sem stendur knattspyrnustjóri Sevilla í heimalandinu. Liðið hefur farið illa af stað á leiktíðinni og aðeins unnið einn leik af fyrstu átta í spænsku 1. deildinni.

Samkvæmt Sky er Wolves ekki að flýta sér að ráða nýjan stjóra og munu þeir Steve Davis og James Collins stýra liðinu gegn Chelsea á laugardaginn kemur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert