Framlengdi óvænt við nýliðana

Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest.
Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest. AFP/Oli Scarff

Steve Cooper, knattspyrnustjóri nýliða Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, hefur framlengt samning sinn við félagið.

Forest tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag og gildir nýi samningurinn til sumarsins 2025.

Tilkynningin kemur nokkuð á óvart þar sem Cooper var talinn ansi valtur í sessi eftir vonda byrjun liðsins á tímabilinu, þar sem það er á botni deildarinnar með 4 stig eftir átta leiki.

Nottingham Forest vakti mikla athygli fyrir óvenjulega leikmannaveltu þar sem alls 23 nýir leikmenn gengu til liðs við félagið í sumar og haust og 17 fóru annað í sumar.

Alls borgaði Forest um 150 milljónir punda fyrir nýju leikmennina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert