Gylfi: Skil ekki hvað hann er að dæma á

Í Vellinum á Símanum Sport í kvöld ræddu þeir Gylfi Einarsson, Bjarni Þór Viðarsson og Tómas Þór Þórðarson um mark sem var dæmt af Leeds United í 0:1-tapi liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Patrick Bamford virtist þá vera búinn að jafna metin í 1:1 í upphafi síðari hálfleiks en dæmd var bakhrinding á hann.

Því var Gylfi innilega ósammála.

„Ég skil ekki hvað hann [Chris Kavanagh dómari] er að dæma á. Hann [Bamford] tekur aðeins um mjöðmina á honum [Gabriel], hann hrindir ekki á bakið á honum.

Þetta er ekki neitt þannig að þetta mark átti alltaf að standa,“ sagði Gylfi.

Umræðurnar um markið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert