Manchester United kært vegna framkomu

Cristiano Ronaldo fórnar höndum í leiknum gegn Newcastle.
Cristiano Ronaldo fórnar höndum í leiknum gegn Newcastle. AFP/Ian Hodgson

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Manchester United til aganefndar sambandsins vegna atviks í leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Nick Pope markvörður Newcastle stóð með boltann utan vítateigs og bjó sig undir að taka aukaspyrnu. Cristiano Ronaldo hljóp þá að honum, tók boltann og sendi hann í tómt markið.

Craig Pawson dómari sýndi Ronaldo gula spjaldið en þá hópust leikmenn United að honum og reyndu að sannfæra hann um að Pope hefði þegar verið búinn að taka aukaspyrnuna. Knattspyrnusambandið telur að þar hafi framkoma leikmanna liðsins  verið vítaverð. United fær frest til fimmtudags til að skila greinargerð um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert