Söknuðum Ronaldo

Erik ten Hag á hliðarlínunni í dag.
Erik ten Hag á hliðarlínunni í dag. AFP

Hollendingurinn Erik ten Hag. knattspyrnustjóri Manchester United, segir sitt lið hafa saknað Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Chelsea í dag sem lauk með 1:1 jafntefli en brasilíski miðjumaðurinn Casemiro jafnaði metin fyrir United-menn á fimmtu mínútu uppbótartíma. 

Portúgalska ofurstjarnan var ekki með í dag en Erik ten Hag tók þá ákvörðun að skilja hann utan hóps eftir að Ronaldo gekk til bún­ings­klefa og yf­ir­gaf leik­vang­inn áður en leikn­um gegn Tottenham lauk síðastliðinn miðvikudag. Hann hafði áður neitað að koma inn á sem varamaður. 

Ten Hag segir sitt lið hafa saknað Portúgalans. 

„Eins og alltaf þá getur Ronaldo skorað mörk og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur. Við þurfum á honum að halda, það er ljóst og þú sérð það í þessum leik. Hann getur nýtt færin, það er alveg augljóst.“ 

Ten Hag hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Ég held ég hafi sagt nóg um þetta mál varðandi Ronaldo. Við skulum einbeita okkur að leiknum. Þetta var góður leikur hjá mínu liði og ég verð að hrósa því. 

Ef þú getur sýnt svona frammistöðu eftir fjóra leiki á tíu dögum og stjórnað fyrri hálfleiknum og skipulagt þig rosalega vel í þeim síðari ásamt því að koma til baka, þá held ég að einbeitingin sé í lagi,“ sagði ten Hag að lokum. 

Cristiano Ronaldo var ekki í hópnum í dag.
Cristiano Ronaldo var ekki í hópnum í dag. AFP
mbl.is