Haaland er mun betri

Erling Haaland er mun betri og gæti tekið þátt í …
Erling Haaland er mun betri og gæti tekið þátt í leiknum gegn Fulham á morgun. AFP/Oli Scarff

Norski knattspyrnumaðurinn Erling Haaland, framherji Manchester City, gæti spilað í heimaleik liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun en hann missti af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna fótameiðsla. 

Þetta sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Hann er mun betri. Við munum ákveða í dag hvort hann spili gegn Fulham. Það er gott skref að hann sé byrjaður að æfa. Það er æfing hjá okkur á eftir og við ákveðum eftir það. 

Spurður út í hvað íhuganir verða teknar áður en ákvörðun verður tekin sagði Guardiola: Hvað hann sjálfur segir, hvernig honum líður og hvað læknirinn segir. 

Svisslenski varnarmaðurinn Manuel Akanji er í góðu standi en Englendingarnir Kalvin Phillips og Kyle Walker eru enn meiddir. „Það er í lagi með Manu (Manuel Akanji) en Kalvin og Kyle eru ekki heilir,“ sagði spænski knattspyrnustjórinn að lokum.  

mbl.is