Mörkin munu koma

Gabriel Jesus í leik Arsenal og Bodö/Glimt í Evrópudeildinni.
Gabriel Jesus í leik Arsenal og Bodö/Glimt í Evrópudeildinni. AFP/Daniel Leal

Fyrrum framherji Arsenal Alan Smith er fullviss um að mörkin munu koma hjá brasilíska framherja Norður-Lundúna liðsins Gabriel Jesus en hann hefur átt við örlitila markaþurrð upp á síðkastið. 

Jesus hóf tímabilið með látum í markaskorun og skoraði fimm mörkum í fyrstu níu leikjum sínum. En síðan hann skoraði 1. október gegn Tottenham hefur hann ekki skoraði í átta leikjum í röð. Hann hefur hinsvegar komist í fullt að góðum færum. Alan Smith segir markaþurrðina ólíklega til að halda áfram:

„Það er alltaf svolítið áhyggjuefni þegar framherjinn þinn er ekki að skora, ég þekki þessa tilfinningu, en það er ekki hægt að segja að Jesus sé ekki að leggja sitt af mörkum á annan hátt. Hann er orkumikill og skilar sínu. Hann er að leggja upp mörk og er aðalhlekkurinn í sóknarleik Arsenal, hlaupin hans eru frábær. 

Hann hefur fengið sín færi bæði gegn Nottingham Forest og svo gegn Zürich í gær en hann er ekki alveg að klára þau í augnablikinu. Það er þetta viðhorf að þegar þú hefur ekki skorað mark lengi verður þú svolítið kvíðin. 

Ég held þó að það sé ekkert sem bendir til þess að markaþurrðin haldi áfram þar sem Arsenal skapar svo mörg færi. Með Jesus svo mikinn lykilmann í því, þá koma mörkin,“ sagði Smith að lokum eftir leik Arsenal og Zürich í gær. 

Arsenal mætir Chelsea í næsta leik sínum í risa Lundúnaslag á sunnudaginn. Athyglisvert verður að sjá hvort Jesus reimi markaskóna á sig fyrir þann leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert