Mörkin: Marklínutæknin réð í uppbótartíma á City Ground

Nottingham Forest skoraði fyrsta og síðasta markið í fjögurra marka jafnteflisleik gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á City Ground í dag.

Stigið var dýrmætt þó það dugi ekki til að koma Forest af botni deildarinnar en Brentfordmenn geta reyndar verið ósáttir með sjálfa sig yfir því að hafa ekki farið heim til London með öll þrjú stigin. Marklínutæknin kom þar nýliðunum úr Skírisskógi til bjargar.

Mörkin úr leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði sem mbl.is sýnir í samvinnu við Símann sport.

mbl.is