Hjálpaði 120 börnum með lífsnauðsynlegar aðgerðir

Bukayo Saka er með hjartað á réttum stað.
Bukayo Saka er með hjartað á réttum stað. AFP/Oli Scarff

Bukayo Saka, vængmaður Arsenal og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá í samvinnu við góðgerðarfélagið BigShoe til þess að 120 börn í Nígeríu gengust undir lífsnauðsynlegar skurðaðgerðir.

Báðir foreldrar Saka eru frá Nígeríu og því stóð átakið honum nærri.

„Mér finnst ég lánsamur að vera í þeirri stöðu að geta lagt mitt af mörkum til þess að gera líf barnanna auðveldara og betra með þessum aðgerðum.“

Öll börnin eru búsett í Kano í Nígeríu og þjáðust af ýmsum kvillum á við heilaæxli, naflakviðslit og nárakviðslit. Aðgerðirnar voru allar framkvæmdar í síðasta mánuði.

BigShoe hefur hjálpað meira en 1.600 börnum um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert