Toure að fá sitt fyrsta stjórastarf

Kolo Toure verður næsti stjóri Wigan.
Kolo Toure verður næsti stjóri Wigan. Ljósmynd/Leicester City

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Kolo Toure verður næsti knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Wigan Athletic. Tekur hann við starfinu af Leam Richardson, sem var rekinn á dögunum.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Wigan, en liðið er í 22. sæti B-deildarinnar og í fallsæti á markatölu eftir 21 leik.

Toure átti farsælan feril sem leikmaður og lék m.a. með Arsenal, Manchester City og Liverpool. Eftir leikmannaferilinn hefur hann getið sér gott orð sem þjálfari hjá Celtic og Leicester.

Starfið hjá Wigan verður hins vegar hans fyrsta sem aðalþjálfari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert