United gefur enn lítið upp vegna Ronaldo

Erik ten Hag leiðbeinir Diogo Dalot, Cristiano Ronaldo og Donny …
Erik ten Hag leiðbeinir Diogo Dalot, Cristiano Ronaldo og Donny van de Beek í leik á dögunum. AFP/Geoff Caddick

Manchester United hefur gefið út yfirlýsingu í tengslum við viðtal Cristiano Ronaldo við enska fjölmiðlamanninn Piers Morgan, þar sem Portúgalinn sagðist meðal annars ekki virða Erik ten Hag knattspyrnustjóra.

Einnig hefur Ronaldo gagnrýnt eigendur félagsins og að honum finnist sem félagið hafi svikið hann.

Í yfirlýsingunni er enn talað nokkuð undir rós en þó getið þess að félagið sé byrjað að taka viðeigandi ráðstafanir vegna viðtalsins.

„Í morgun kom Manchester United á fót viðeigandi ráðstöfunum til þess að bregðast við nýlegu fjölmiðlaviðtali Cristianos Ronaldos.

Félagið mun ekki tjá sig frekar fyrr en komist hefur verið að endanlegri niðurstöðu í ferlinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert