Fær ekki nýjan samning hjá Liverpool

Fabinho og Oxlade-Chamberlain í tapi Liverpool gegn Nottingham Forest fyrr …
Fabinho og Oxlade-Chamberlain í tapi Liverpool gegn Nottingham Forest fyrr á tímabilinu. AFP/Lindsey Parnaby

Enski miðjumaðurinn Alex-Oxlade Chamberlain fær ekki nýjan samning hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano.

Chamberlain kom til Liverpool frá Arsenal fyrir 35 milljónir punda árið 2017 en sökum endurtekinna meiðsla hefur honum aldrei tekist að festa sér sæti í liðinu.

Samningur Englendingsins rennur út næsta sumar en Romano greinir einnig frá því að Liverpool ætli að leggja mikla áherslu á að fá inn nýja miðjumenn til að styrkja liðið.

mbl.is