Guardiola með City næstu tvö ár

Pep Guardiola framlengdi við Manchester City.
Pep Guardiola framlengdi við Manchester City. AFP/Oli Scarff

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, hefur framlengt samning sinn við félagið. Gildir nýr samningur Spánverjans við enska félagið til tveggja ára.

Samningur Guardiola við City var að renna út eftir tímabilið, en spænski stjórinn og félagið hafa ákveðið að halda samstarfinu áfram.

Guardiola hefur náð afar góðum árangri með City og unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum. Þá komst liðið í úrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2021, en tapaði fyrir Chelsea.

Áður en hann tók við City árið 2016 stýrði Guardiola stórliðunum Barcelona og Bayern München og gerði liðin að margföldum landsmeisturum á Spáni og í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert