Ronaldo í tveggja leikja bann og sektaður

Cristiano Ronaldo tekur bannið ekki út sem leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo tekur bannið ekki út sem leikmaður Manchester United. AFP/Khaled Desouki

Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði í dag Cristiano Ronaldo í tveggja leikja bann og sektaði hann um 50 þúsund pund.

Þetta er vegna atviks sem átti sér stað eftir leik Manchester United gegn Everton í apríl á þessu ári en þá sló hann síma úr höndunum á ungum stuðningsmanni Everton.

Í úrskurði aganefndar segir að framkoma hans hafi bæði verið óviðeigandi og ógnandi. 

Ronaldo er ekki lengur leikmaður Manchester United en samningi hans við félagið var rift í gær.

mbl.is