Spara tæpa þrjá milljarða á starfslokum Ronaldos

Cristiano Ronaldo er farinn frá United.
Cristiano Ronaldo er farinn frá United. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Manchester United og portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo komust í gær að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið.

Var það gert í kjölfar þess að hann gagnrýndi félagið harðlega í viðtali við Piers Morgan á dögunum. Félagið og leikmaðurinn komust að samkomulagi um að hann fengi ekki starfslokasamning.

Sparar það félaginu um 17 milljónir punda í launagreiðslur, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna.

Fjölmiðlamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano segir félagið mjög áhugasamt um að fá nýjan framherja til liðs við sig strax í janúar, en áður en félagið losaði sig við Ronaldo, voru áætlanir um að fá nýjan sóknarmann í sumar. Starfslok Ronaldos flýtti þeim áætlunum.

mbl.is