Sterling ekki í hópi Englendinga

Raheem Sterling spilar ekki í kvöld.
Raheem Sterling spilar ekki í kvöld. AFP/Kirill Kudryavtsev

Raheem Sterling er ekki í leikmannahópi enska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Senegal í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld.

Enska knattspyrnusambandið greindi frá því á Twitter að Sterling væri fjarverandi í kvöld af fjölskylduástæðum.

Hann hefur verið meðal lykilmanna enska landsliðsins undanfarin ár og yfirleitt verið í byrjunarliðinu hjá Gareth Southgate. Phil Foden er í hans stað á vinstri kantinum hjá Englendingum í kvöld.

mbl.is