Landsliðsmaður Englands þekkti ekki England á korti

Jack Grealish þykir afar áhugaverður karakter.
Jack Grealish þykir afar áhugaverður karakter. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish er ekki þekktur fyrir að vera beittasti hnífurinn í skúffunni en hann er samningsbundinn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Grealish, sem er 27 ára, er staddur í Katar þessa dagana með enska landsliðinu en England mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar í Al Khor á laugardaginn.

Sóknarmaðurinn hefur reglulega komið sér í fréttirnar fyrir afrek sín utan vallar en hann er þekktur glaumgosi og finnst fátt skemmtilegra en að kíkja aðeins út á lífið.

Grealish er ekkert sérstaklega vel að sér þegar kemur að landafræði en hann þekkti England ekki á korti þegar hann var beðinn um að benda á fæðingarstað sinn Birmingham á landakorti af Bretlandseyjum af BT Sport.

„Er þetta England?“ sagði Grealish og benti á kortið en myndband af þessu hlægilega atviki má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert