Hafa ekki áhuga á því að kaupa Liverpool

Enska knattspyrnufélagið Liverpool er til sölu.
Enska knattspyrnufélagið Liverpool er til sölu. AFP/Lindsey Parnaby

Katarska konungsfjölskyldan hefur ekki áhuga á því að kaupa enska knattspyrnufélagið Liverpool.

Það er ESPN sem greinir frá þessu en engar viðræður hafa átt sér stað milli konungsfjölskyldunnar og forráðamanna FSG-samsteypunnar.

Sjeik Tamim bin Hamas Al Thani, emírinn í Katar, er nú þegar einn af stærstu eigendum franska stórliðsins París SG og hann hefur ekki áhuga á því að færa út kvíarnar til Englands.

John W. Henry, stjórnarformaður FSG-samsteypunnar,  tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn aðs selja Liverpool fyrir rétta upphæð.

Þá hafa fjárfestingahópar frá Sádi-Arabíu einnig verið orðaðir við hugsanleg kaup á Liverpool en Liverpool Echo greinir frá því að það bendi allt til þess eigandaskipti verði hjá félaginu á nýju ári.

mbl.is