Hefur United fundið arftaka de Gea?

Yann Sommer.
Yann Sommer. AFP/Fabrice Coffrini

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru með augastað á svissneska markverðinum Yann Sommer.

Það er ESPN sem greini frá þessu en Sommer, sem er 33 ára gamall, er samningsbundinn Boruissa Mönchengladbach en hann verður samningslaus næsta sumar.

Sommer er uppalinn hjá Basel í Sviss en hann hefur leikið með Mönchengladbach í þýsku 1. deildinni frá árinu 2014.

Þá á hann að baki 80 A-landsleiki fyrir Sviss en David de Gea, aðalmarkvörður United, verður samningslaus næsta sumar.

Sommer gæti því fyllt skarðið sem de Gea mun skilja eftir sig en Spánverjinn þarf að taka á sig umtalsverða launalækkun ef hann ætlar sér að vera áfram í herbúðum enska liðsins á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert