Eddie Nketiah hefur leitt framlínu toppliðs Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og gert það með mikilli prýði.
Aðalframherji liðsins, Gabriel Jesus, er meiddur og Nketiah hefur fengið traustið í hans stað. Hann var til umræðu í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.
Þar ræddu þeir Tómas Þór Þórðarson, Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson frammistöðu Nketiah með Arsenal undanfarið og rýndu einnig í afar áhugaverða tölfræði.
Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.