Gengur hvorki né rekur hjá nýja stjóranum

Nathan Jones klórar sér í hausnum á hliðarlínunni.
Nathan Jones klórar sér í hausnum á hliðarlínunni. AFP/Glyn Kirk

Ráðning Southampton á Nathan Jones sem knattspyrnustjóra hefur ekki gengið sem skyldi þar sem liðið vermir botninn í ensku úrvalsdeildinni.

Þjóðverjinn Ralph Hasenhüttl var látinn taka pokann í nóvember síðastliðnum þegar Southampton var í 18. sæti með 12 stig.

Jones tók við liðinu skömmu síðar en ekki hefur hefur stjóratíð hans farið vel af stað þar sem liðið hefur leikið fjóra deildarleiki undir hans stjórn, tapað þeim öllum og er nú í 20. sæti, botnsætinu.

Southampton hefur aðeins unnið einn af þeim fimm leikjum sem Jones hefur stýrt liðinu í, sem var 2:1-sigur á C-deildarliði Lincoln City í enska deildabikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert