Eiður Smári: Já, því miður

„Spurningin er hvort að Potter geti notað þessa leikmenn og byggt eitthvað upp,“ sagði Eiðir Smári Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um knattspyrnustjórann Graham Potter hjá Chelsea.

Chelsea hefur ekki gengið vel á tímabilinu til þessa en liðið er með 28 stig í tíunda sæti deildarinnar.

Chelsea vann 1:0-sigur gegn Crystal Palace á heimavelli á sunnudaginn og var það fyrsti sigur Chelsea í deildinni síðan 27. desember.

Potter tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea í september á síðasta ári en Eiður Smári hefur ekki trú á því að hann fái þann tíma sem hann þarf í Lundúnum.

„Já, því miður,“ svaraði Eiður Smári þegar hann var spurður að því hvort Potter yrði látinn fara áður en tímabilið klárast.

mbl.is