Völlurinn: Varnarleikur United gegn City

Í Vell­in­um á Sím­an­um Sport í kvöld ræddu þau Margrét Lára Viðarsdóttir, Eiður Smári Guðjohnsen og Tóm­as Þór Þórðar­son um varn­ar­leik Manchester United gegn Manchester City í leik liðanna í gær.

Tóm­as Þór sagði að þegar lið fá færi gegn Li­verpool fái þau oft svo góð færi. Hann spurði Gylfa og Mar­gréti Láru hvernig svona mikið pláss skap­ist fyr­ir and­stæðinga Li­verpool.

Margrét Lára hrósaði Luke Shaw í hástert og sagði forvinnu varnarmanna United hafi verið gríðarlega góða. Hún furðaði sig þá á því hvers vegna City reyndi ekki að setja boltann inn fyrir vörn United á Haaland og Foden.

Tómas Þór sagði Haaland hafa verið með stóru skrefin sín og höndina á lofti en boltinn hafi aldrei borist til hans.

Eiður Smári sagði að það hafi litið út fyrir að liðsfélagar Haaland hafi ekki tekið eftir honum eða hafi hunsað hann í leiknum.

Umræðurn­ar um varnarleik Manchester United í grannaslagnum má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is