Eiður: Ein sending og búið að stroka út þrjá miðjumenn

Frammistaða Liverpool í 0:3-tapi fyrir Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var rædd í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Brighton átti einkar auðvelt með að spila sig í gegnum miðju Liverpool og opna þar með fyrir hættulegar leikstöður.

„Þeir ná ekki pressunni, eins og þeir voru sterkastir í, að pressa boltann og vera alltaf ofan í mönnum.

Þeir ná ekki þeirri pressu, þá er ein sending og búið að stroka út þrjá miðjumenn,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um miðju Liverpool.

Umræður Eiðs Smára, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Tómasar Þórs Þórðarsonar um vandræði Liverpool má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is