Aukaspyrnumörk í öllum regnbogans litum (myndskeið)

James Ward-Prowse, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Southampton, er einn helsti aukaspyrnusérfræðingur ensku úrvalsdeildarinnar.

Ward-Prowse, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá Southampton og hefur leikið með félaginu allan sinn feril.

Alls á hann að baki 324 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað 45 mörk en 16 þeirra hafa komið beint úr aukaspyrnu.

Myndband af mörkunum 16 má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert