Mörkin: City skoraði þrjú á tólf mínútum

Manchester City vann Tottenham, 4:2, í einum skemmtilegasta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Dejan Kulusevski og Emerson Royal komu gestunum í Tottenham tveimur mörkum yfir í blálok fyrri hálfleiks en leikurinn snerist svo algjörlega við í þeim síðari.

Julian Álvarez minnkaði muninn fyrir City snemma í hálfleiknum og Erling Haaland jafnaði skömmu síðar. Riyad Mahrez bætti þriðja markinu við 12 mínútum eftir að Álvarez hafði brotið ísinn og Mahrez skoraði svo fjórða mark leiksins á 90. mínútu og fullkomnaði þar með frábæran leik sinn.

Öll helstu tilþrif leiksins má sjá hér að ofan.

Leikur Manchester City og Tottenham var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is