Ætlast til af manni þegar maður spilar fyrir City

Jack Grealish, vængmaður Manchester City, vakti nokkra athygli fyrir laglega tæklingu á Son Heung-Min undir lok leiks liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Son brunaði þá í skyndisókn og hafði nægt pláss fyrir framan sig. Grealish, sem er betur þekktur fyrir sóknartilburði sína, hélt þó ekki, elti Suður-Kóreubúann uppi, náði fullkominni rennitæklingu og bægði þar með hættunni frá.

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna, við erum vanalega ekki svona,“ sagði Grealish um skyndisóknina.

„Einhver sagði við mig að þetta væri hápunktur kvöldsins hjá mér en það er ætlast til þessa af manni þegar maður spilar fyrir topplið eins og Manchester City.

Ég held að litlir hlutir sem þessir séu ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel sem liði,“ bætti hann við.

Man. City vann leikinn 4:2 eftir magnaða endurkomu.

Viðtalið við Grealish og klippu af rennitæklingunni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is