Ings hrifinn af litasamsetningunni

Danny Ings í þann mund að skora fyrir Aston Villa …
Danny Ings í þann mund að skora fyrir Aston Villa í upphafi árs. AFP/Adrian Dennis

West Ham United hefur fest kaup á knattspyrnumanninum Danny Ings. Sóknarmaðurinn kemur frá Aston Villa og er kaupverðið 12 milljónir punda.

Verðmiðinn mun hækka í 15 milljónir nái Hamrarnir að halda sér í ensku úrvalsdeildinni.

Ings, sem er þrítugur, skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem rennur út sumarið 2025.

Athygli vekur að West Ham verður þriðja liðið sem hann leikur fyrir sem spilar í treyjum sem eru vínrauðar og bláar.

Aston Villa leikur sem kunnugt er einnig í slíkum treyjum og þá lék Ings áður með Burnley í ensku úrvalsdeildinni, sem er sömuleiðis með litasamsetningu í treyjum sínum.

Hann verður þar með fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir öll þrjú félög í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert