„Ég væli ekki yfir því“

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton.
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton. AFP/Lindsey Parnaby

„Ég þarf að segja leikmönnunum hvar og hvernig þeir geta bætt sig og ég þarf að sýna þeim lausnir. Það er mitt starf. Við þurfum að finna leið til að koma okkur úr þessum vandræðum,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri  enska úrvalsdeildarfélagsins Everton í aðdraganda leiks liðsins gegn West Ham á London Stadium í dag.

„Það er verkefni mitt og starfsliðsins sem og leikmannanna að reyna að lyfta sjálfstraustinu innan liðsins. Það fylgir því álag og pressa að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en ég væli ekki yfir því.

Ég lék lengi í deildinni og það hjálpar til við að aðlagast þessum aðstæðum. Eitt af því fyrsta sem ég lærði var að um leið og þú finnur afsakanir með því að horfa á eitthvað annað en þig sjálfan, mun þér mistakast.“

West Ham tek­ur á móti Evert­on í sann­kölluðum botnslag í ensku úr­vals­deild­inni í dag. Bæði lið eru með 15 stig að lokn­um 19 leikj­um, rétt eins og Sout­hampt­on en liðin skipa fallsæt­in þrjú.

Leik­ur­inn verður sýnd­ur beint hér á mbl.is en hann hefst klukk­an 15.

Útsend­ing­in hefst klukk­an 14.30 með upp­hit­un á Sím­an­um Sport og er sýnd á sér­vefn­um Enski bolt­inn hér á mbl.is.

mbl.is