Tómas Þór Þórðarson er ásamt Bjarna Þór Viðarssyni og Gylfa Einarssyni á Anfield í Liverpool þar sem heimamenn gerðu markalaust jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.
Þeir félagar fengu Emile Heskey, fyrrverandi leikmann Liverpool og enska landsliðsins til sín í spjall að leik loknum. Heskey sagði að Chelsea væri sennilega það lið sem væri vonsvikið með eitt stig. Hann hrósaði Mykhaylo Mudryk sem lék sínar fyrstu mínútur í bláu treyjunni og er spenntur að sjá hvernig hann mun koma inn í Chelsea-liðið í næstu leikjum.
Heskey sagðist vonast til að sjá ný andlit á Anfield fyrir lok félagaskiptagluggans. Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af Mohamed Salah. Hann sagði að Salah væri undir pressu að draga Liverpool upp úr lægðinni og að hann hefði fulla trú á egypska töframanninum.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.