Tómas Þór Þórðarson er ásamt Bjarna Þór Viðarssyni og Gylfa Einarssyni á Anfield í Liverpool þar sem heimamenn taka á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.
Þeir félagar fengu að skoða búningsherbergi Liverpool þar sem þeir ræddu stöðu bæði Liverpool og gestaliðsins Chelsea. Gylfi sagði það líta þannig út að Chelsea virtist ætla að kaupa sig út úr vandræðum sínum og sagði það kannski ekki endilega vera réttu leiðina.
Bjarni sagðist vona fyrir hönd stuðningsmanna Liverpool að liðið fái miðjumann fyrir lok félagaskiptagluggans og Gylfi sagði að Liverpool þyrfti mörk frá miðjumönnum sínum og þurfi að rífa sig í gang.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.
Leikur Liverpool og Chelsea á Anfield hefst klukkan 12.30. Mbl.is fylgist vel með og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.