Markalaust í stórleiknum á Anfield

Varamennirnir Mykhailo Mudryk, í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea og …
Varamennirnir Mykhailo Mudryk, í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea og Trent Alexander-Arnold í baráttu um boltann. AFP/Paul Ellis

Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Anfield í dag.

Það dró til tíðinda því strax á þriðju mínútu setti Kai Havertz boltann í netið. Þá átti Thiago Silva skot í stöngina eftir hornspyrnu og svo fygldi Havertz á eftir. Eftir athugun í VAR-sjánni dæmdi dómarinn þó markið af þar sem Havertz var rangstæður er Thiago Silva skaut. 

Fyrri hálfleikurinn var heilt yfir líflegur eftir þetta atvik og bæði lið sóttu vel. Hættulegri sóknirnar fengu þó gestirnir en Alisson var vel vakandi í marki sínu. 

Liverpool-liðið var mun sterkara fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik. Naby Keita og Cody Gakpo fengu báðir fín færi en ekkert vildi inn. 

Úkraínumaðurinn Mykhaylo Mudryk þreytti frumraun sína fyrir Lundúnaliðið í síðari hálfleik og kom inn af krafti. Hann sýndi gæði sín og hraða og kom sér tvisvar í góð færi en fór illa með þau bæði. 

Leikurinn róaðist síðan lokamínúturnar en í uppbótartíma keyrðu liðin á hvort annað. Inn vildi boltinn þó ekki og lokatölur 0:0 eftir fjörugan leik. 

Liðin eru enn jöfn að stigum með 29 hvor. Liverpool í áttunda sæti og Chelsea í 10. 

Benoit Badiashile og Mohamed Salah berjast um boltann.
Benoit Badiashile og Mohamed Salah berjast um boltann. AFP/Paul Ellis
Kai Havertz í baráttunni við Naby Keita á Anfield í …
Kai Havertz í baráttunni við Naby Keita á Anfield í dag. Havertz skoraði mark fyrir Chelsea á 3. mínútu sem var réttilega dæmt af vegna ragnstöðu með myndbandsdómgæslu. AFP/Paul Ellis
Mohamed Salah hitar upp fyrir leik í dag.
Mohamed Salah hitar upp fyrir leik í dag. AFP/Paul Ellis
Liverpool og Chelsea mætast á Anfield.
Liverpool og Chelsea mætast á Anfield. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 0:0 Chelsea opna loka
90. mín. Curtis Jones (Liverpool) fær gult spjald
mbl.is