Mudryk gæti komið við sögu gegn Liverpool

Mykhailo Mudryk gæti komið við sögu gegn Liverpool í dag.
Mykhailo Mudryk gæti komið við sögu gegn Liverpool í dag. AFP/Ben Stansall

Graham Potter, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, sagði í aðdraganda heimsóknar liðsins til Liverpool í dag að fólk gæti jafnvel búist við að sjá Mykhaylo Mudryk á vellinum í dag.

„Hann hefur ekki spilað mikinn fótbolta undanfarið en það er alveg möguleiki á að við fáum að sjá hann á grasinu gegn Liverpool. Við þurfum öll að átta okkur á því að hann kemur úr annarri deild og þarf tíma til að aðlagast.

Hann er ungur leikmaður og mikið efni. Hann er mjög spennandi leikmaður sem er ánægður að vera kominn hingað til okkar og hlakkar til að komast af stað.“

Graham Potter.
Graham Potter. AFP/Ben Stansall
mbl.is