Stöðva þurfti leik á Englandi vegna dróna

James Ward-Prowse og liðsfélagar hans í Southampton þurftu að ganga …
James Ward-Prowse og liðsfélagar hans í Southampton þurftu að ganga til búningsklefa vegna dróna. AFP/Adrein Dennis

Stöðva þurfti leik Southampton og Aston Villa í níu mínútur í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu vegna dróna. 

Er leikmenn Aston Villa stilltu upp til að taka aukaspyrnu sást dróni fljúga yfir vellinum. Dómarar ræddu síðar atvikið sín á milli og við leikmenn sem og þjálfara og niðurstaðan var sú að kalla þurfti leikmenn til búningsklefa vegna öryggisástæðna. 

Níu mínútum síðar voru leikmennirnir kallaðir aftur á völlinn og öryggi þeirra talið tryggt. 

mbl.is