Tilþrifin: Spræk innkoma Úkraínumannsins

Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Anfield í Bítlaborginni í dag. 

Bæði lið sköpuðu sér sín færi en inn vildi boltinn ekki. Nýi maður Chelsea-liðsins Mykhaylo Mudryk kom inn á völlin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og var ansi líflegur í sóknarleik Chelsea. 

Innkomu Mudryk og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann sport. 

mbl.is