Haaland með þrennu eftir 54 mínútur

Erling Haaland fagnar einu markanna í dag.
Erling Haaland fagnar einu markanna í dag. AFP/Paul Ellis

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði þrennu á fyrstu 54 mínútunum í viðureign Manchester City og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem nú stendur yfir á Etihad-leikvanginum í Manchester.

Haaland skoraði á 40., 49. og 54. mínútu og hefur þar með skorað 25 mörk í deildinni fyrir City í vetur. Sá markafjöldi hefði dugað til að verða markakóngur á tímabilinu í heild á þremur af síðustu fjórum tímabilum í deildinni.

Staðan var 3:0 eftir 54 mínútur.

mbl.is