Kane hetja Tottenham í Lundúnaslag

Harry Kane í þann mund að skora sigurmark Tottenham í …
Harry Kane í þann mund að skora sigurmark Tottenham í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Harry Kane reyndist hetja Tottenham Hotspur þegar liðið heimsótti nágranna sína í Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og vann með minnsta mun, 1:0, í kvöld.

Sigumark Kane kom undir lok fyrri hálfleiks þegar hann náði frábæru skoti við vítateigslínuna eftir sendingu Son Heung-Min.

Kane var nálægt því að tvöfalda forystu Tottenham eftir tæplega klukkutíma leik en Bernd Leno í marki Fulham varði þá fastan skalla hans af stuttu færi yfir markið.

Undir lok leiks varði Hugo Lloris laglega frá varamanninum Manor Solomon og kom þar með í veg fyrir jöfnunarmark.

Dýrmæt þrjú stig voru þar með í höfn hjá Tottenham, sem er eftir sigurinn áfram í fimmta sæti deildarinnar með 36 stig, þremur stigum á eftir Manchester United í fjórða sæti.

Fulham heldur þá kyrru fyrir í sjöunda sæti, þar sem liðið er með 31 stig.

mbl.is