Pólskur miðvörður til Arsenal

Jakub Kiwior í baráttu við Kylian Mbappé í leik Póllands …
Jakub Kiwior í baráttu við Kylian Mbappé í leik Póllands og Frakklands á HM í Katar. AFP/Odd Andersen

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, hefur fest kaup á pólska miðverðinum Jakub Kiwior frá ítalska A-deildar liðinu Spezia.

Kiwior skrifaði undir langtímasamning við Skytturnar og greiðir félagið um 20 milljónir punda fyrir hann.

Hann er 22 ára gamall, örvfættur landsliðsmiðvörður sem var í byrjunarliði Póllands í öllum fjórum leikjum liðsins á HM 2022 í Katar í síðasta mánuði.

Hann gekk til liðs við Spezia sumarið 2021 eftir að hafa staðið sig vel hjá Zilina frá Slóvakíu þar á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert