„Hann spilaði veikur“

Harry Kane.
Harry Kane. AFP/Adrian Dennis

„Hann spilaði veikur. Hann var með hita. Honum leið ekki svo vel en hann vildi spila. Ég er virkilega ánægður því hann fékk mark fyrir vikið,“ sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, að loknum leik liðsins gegn Fulham á Craven Cottage í gær.

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP/Adrian Dennis

Mikilvægt að jafna metið

„Auðvitað myndi ég vilja sjá hann vinna titil með Tottenham því hann elskar félagið. Það væri frábært ef okkur tækist að vinna titil hér saman. Það er mikilvægt fyrir hann að jafna met Greaves og síðar að slá það en það er enn mikilvægara að vinna titla. Við þurfum að leyfa okkur að dreyma.“

mbl.is