Misstu einbeitinguna

Marco Silva þakkar stuðningsmönnum að leik loknum í gær.
Marco Silva þakkar stuðningsmönnum að leik loknum í gær. AFP/Adrian Dennis

„Þetta var jafn og taktískur leikur. Við vorum flottir framan af fyrri hálfleik. Við komum inn í leikinn með mikla orku og vorum sterkari aðilinn. Það var augljóst hvað við ætluðum okkur frá fyrstu mínútu. Við misstum einbeitinguna síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik og okkur var refsað,“ sagði Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham, eftir tap á heimavelli, 1:0, gegn Tottenham í gær.

„Kane er algjör topp leikmaður en vörn okkar var ekki nægilega vel staðsett til að koma í veg fyrir markið. Í seinni hálfleik vorum við orkuminni. Þeir settust aftar á völlinn og við áttum erfitt með að finna opnanir. Við vorum meira með boltann en sköpuðum ekki nóg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert