Newcastle í góðri stöðu eftir fyrri leikinn

Joelinton fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Joelinton fagnar sigurmarki sínu í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Newcastle United gerði góða ferð á suðurströnd Englands þegar liðið hafði betur gegn Southampton, 1:0, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum í knattspyrnu karla.

Joelinton skoraði sigurmark Newcastle á 73. mínútu með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Alexanders Isaks.

Örskömmu eftir mark Joelintons jafnaði Adam Armstrong metin fyrir Southampton en mark hans var dæmt af þar sem VAR taldi sóknarmanninn hafa handleikið knöttinn þegar hann skoraði, þó afar erfitt hafi verið að sjá það á myndum í sjónvarpi.

Fleiri urðu mörkin ekki og er Newcastle því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna þar í borg í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert