Bielsa efins um leikmannahóp Everton

Marcelo Bielsa stýrði Leeds frá júní 2018 til febrúar 2022.
Marcelo Bielsa stýrði Leeds frá júní 2018 til febrúar 2022. AFP

Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er sagður efstur á óskalista enska félagsins Everton sem næsti knattspyrnustjóri.

Daily Mail segir í dag að Bielsa muni kosta Everton um 11 milljónir punda í laun á ári en hann sé tregur til að taka við liðinu, aðallega þar sem hann treysti ekki núverandi leikmannahópi til þess að útfæra hans krefjandi hápressustíl sem hann beitti með góðum árangri hjá Leeds.

Forráðamenn félagsins eru hins vegar sagðir mjög ákafir um að fá Argentínumanninn til starfa en auk hans hafa Sean Dyche, fyrrverandi stjóri Burnley, og Ralph Hassenhüttl, fyrrverandi stjóri Southampton, helst verið orðaðir við að taka við af Frank Lampard sem var sagt upp störfum á dögunum.

Bielsea, sem er 67 ára gamall, hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Leeds í febrúar á síðasta ári.

mbl.is