Portúgalinn úr einu Lundúnafélagi í annað

Cédric Soares er að yfirgefa Arsenal á lánssamningi.
Cédric Soares er að yfirgefa Arsenal á lánssamningi. AFP/Glyn Kirk

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cédric Soares er á leiðinni til Fulham að láni frá Arsenal, en bæði lið leika í ensku úrvalsdeildinni.

Lánssamningurinn mun gilda til loka leiktíðar, en Fulham hefur ekki forkaupsrétt á leikmanninum eftir að láninu lýkur.

Bakvörðurinn kom til Arsenal árið 2020 og hefur leikið 38 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðinu. Þar áður var hann hjá Southampton og Inter Mílanó.

mbl.is