Guardiola ver sjálfan sig

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Paul Ellis

Spánverjinn Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir það ekki hafa verið mistök að selja Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus til Arsenal fyrir núverandi tímabil. 

Arsenal er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig, fimm stigum meira en Manchester City og með leik til góða. Zinchenko og Jesus hafa báðir verið lykilmenn í árangri Arsenal-liðsins og hafa sparkspekingar talað um að Guardiola hafi gert afar stór mistök að láta þá báða fara til Arsenal. 

Spurður hvort það hafi verið mistök sagði Guardiola: „Af hverju ekki, af því þeir eru að vinna.“

„Zinchenko og Jesus voru frábærir fyrir okkur. Við berum mikla virðingu fyrir þeim sem fótboltamönnum og helst manneskjum. 

Ég myndi vilja sigra þá en á sama tíma samgleðst ég þeim og fjölskyldum þeirra innilega. Þetta gengur vel. 

Við samþykktum að selja þá því þeir voru hér í mörg ár og vildu nýja áskorun. Þetta gerðist allt á eðlilegan hátt, það gengur vel hjá þeim. Við verðum að sigra þá og vera nær þeim, ekki bara á morgun heldur næstu vikur og út tímabilið,“ sagði Guardiola en Manchester City mætir Arsenal í enska bikarnum annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert