Arsenal býður 60 milljónir í leikmann Brighton

Moises Caicedo fagnar eftir að hafa skorað fyrir Ekvador gegn …
Moises Caicedo fagnar eftir að hafa skorað fyrir Ekvador gegn Senegal í leik þjóðanna á heimsmeistaramótinu í Katar í nóvember. AFP/Issouf Sanogo

Arsenal hefur gert Brighton tilboð í ekvadorska knattspyrnumanninn Moises Caicedo sem nemur 60 milljónum punda.

Sky Sports greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að viðbúið sé að tilboðinu verði hafnað af Brighton sem hefur ítrekað sagt að miðjumaðurinn öflugi sé ekki til sölu í janúar en til greina komi að selja hann í sumar.

Caicedo á enn tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Brighton. Hann er aðeins 21 árs gamall en vakti athygli með landsliði Ekvador á HM í Katar og á þar 28 landsleiki að baki. Á síðasta tímabili lánaði Brighton hann til Beerschot í belgísku B-deildinni en í vetur hefur hann verið í stóru hlutverki á miðjunni hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert