Frakkinn á að snúa genginu við

Sabri Lamouchi er orðinn knattspyrnustjóri Cardiff.
Sabri Lamouchi er orðinn knattspyrnustjóri Cardiff. Ljósmynd/Cardiff

Franski knattspyrnustjórinn Sabri Lamouchi hefur verið ráðinn til starfa hjá velska félaginu Cardiff City, en það leikur í ensku B-deildinni.

Lamouchi tekur við af Mark Hudson, sem var rekinn 14. janúar síðastliðinn, eftir aðeins 18 leiki við stjórn.

Lamouchi þekkir B-deildina á Englandi ágætlega, því hann var stjóri Nottingham Forest frá júní 2019 til október 2020. Hafnaði liðið í fimmta sæti deildarinnar á hans eina heila tímabili með liðið. 

Leiktíðin hefur verið erfið hjá Cardiff, því liðið er í 21. sæti B-deildarinnar með 29 stig eftir 28 leiki, og aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Liðið hefur ekki unnið leik frá því 5. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert