Gæti yfirgefið Liverpool á næstu dögum

Nat Phillips verst Erling Haaland í bikarleik fyrir áramót.
Nat Phillips verst Erling Haaland í bikarleik fyrir áramót. AFP/Oli Scarff

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi á blaðamannafundi í dag að varnarmaðurinn Nat Phillips gæti yfirgefið félagið áður en janúar er allur.

Phillips er fimmti kostur í miðvarðarstöðuna hjá liðinu og er félagið því reiðubúið að láta hann fara.

Engin tilboð hafa borist í Phillips í janúar, en hann var eftirsóttur í sumar og sýndu Bournemouth, Southampton og Benfica honum áhuga.

Phillips hefur lítið fengið að spreyta sig á leiktíðinni, en hann lék 17 leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2020/21 er liðið var að glíma við mikið af meiðslum.

mbl.is