Dyche líklegastur til að taka við Everton

Sean Dyche er talinn líklegastur til að taka við Everton.
Sean Dyche er talinn líklegastur til að taka við Everton. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Everton er í stjóraleit eftir að Frank Lampard var rekinn á dögunum. 

Sean Dyche, fyrrverandi stjóri Burnley, og Marcelo Bielsa, fyrrverandi stjóri Leeds og fleiri liða, voru taldir líklegastir til að taka við liðinu en í gær var greint frá því að sá síðarnefndi hafi hafnað starfinu.

Nú greina breskir miðlar frá því að gert sé ráð fyrir því að Dyche muni taka við. Everton er í vondum málum í ensku úrvalsdeildinni, liðið er í næst neðsta sæti með einungis 15 stig eftir 20 leiki. Dyche hefur talsverða reynslu af fallbaráttunni í Englandi en hann er þekktur fyrir skipulagðan varnarleik og aga.

Uppfært kl. 13:00. Sky Sports hefur greint frá því að Dyche sé mættur á æfingasvæði Everton. Það eru því allar líkur á að hann sé að taka við liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert