Gordon stóðst læknisskoðun

Anthony Gordon í leik með Everton gegn Nottingham Forest.
Anthony Gordon í leik með Everton gegn Nottingham Forest. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Anthony Gordon hefur gengist í gegnum læknisskoðun hjá Newcastle og verður næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins á allt að 45 milljónir punda. 

Frá þessu greinir Skysports en Gordon er 21 árs gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Everton og komst á sviðsljósið á síðustu leiktíð. Hann byrjaði núverandi tímabil með látum en undanfarna mánuði hefur lítið farið fyrir kantmanninum og hann sagður ólmur vilja yfirgefa sitt uppeldisfélag. 

Everton-strákurinn hefur nú gengist undir læknisskoðun og verður að öllum líkindum tilkynntur sem leikmaður Newcastle á næstu tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert