Lykilmaður Newcastle búinn að skrifa undir nýjan samning

Kieran Trippier.
Kieran Trippier. AFP/Oli Scarff

Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier, einn besti leikmaður enska knattspyrnuliðsins Newcastle, er búinn að skrifa undir nýjan samning til ársins 2025.

Trippier hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Atlético Madrid síðasta sumar. Newcastle hefur einungis fengið á sig 11 mörk í deildinni á tímabilinu, er í þriðja sæti og komið hálfa leið í úrslitaleik enska deildarbikarsins.

Þá er Englendingurinn Anthony Gordon á leið í læknisskoðun hjá félaginu en 40 milljón punda tilboð Newcastle í leikmanninn var samþykkt af Everton í gær. Gordon mun því að öllu óbreyttu ganga formlega til liðs við Newcastle á allra næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert